Það keyrir enginn yfir Luo Baogen

Luo Baogen,  67 ára gamall maður frá borginni Wenling í Kína, er fastur fyrir. Því fengu stjórnvöld í Zhejiang-héraði að kynnast þegar þau ákváðu að leggja hraðbraut við borgina. Luo neitaði að flytja þó að hús hans væri þar sem vegurinn átti að liggja.

„Nei,“ sagði Luo þegar stjórnvöld fóru fram á það við hann að hann seldi þeim húsið svo hægt væri að byggja nýju hraðbrautina. Hann hefur haldið sig við þetta nei.

Þar sem hvorki Luo né héraðsstjórnin hafa gefið eftir er niðurstaðan sú að búið er að leggja harðbrautina, en hús Luo andabónda er á umferðareyju á hraðbrautinni.

Vegalagningin er hluti af viðamiklum framkvæmdum í héraðinu sem m.a. fela í sér byggingu járnbrautastöðvar í útjaðri Wenling. Um 1.600 manns bjuggu í þorpinu þar sem Luo bjó, en allir íbúar fluttu á brott nema Luo og kona hans. Ekki voru allir íbúarnir ánægðir með þessar framkvæmdir þó enginn hafi staðið jafn fast á sínu og Luo.

Luo hafði nýlega lokið við að byggja húsið sitt þegar borgaryfirvöld óskuðu eftir að hann seldi þeim húsið. Hann segir að húsið hafi kostað sig 600.000 yuan eða um 12 milljónir króna. Honum voru boðnar 4,5 milljónir í bætur. Tilboðið var síðar hækkað í 5,2 milljónir. Luo telur það ekki nóg og við það situr.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær umferð verður hleypt á hraðbrautina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert