Herta Müller, sem hlut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2009, segir að það hafi verið „stórslys“ að veita Kínverjanum Mo Yan Nóbelinn í ár. Hún sakar hann um ritskoðun.
Müeller, sem er frá Rúmeníu, segir í samtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter að hún hafi verið gráti næst þegar hún frétti af því að Mo hefði fengið verðlaunin eftirsóttu, en greint var frá því í síðasta mánuði.
Hún segir að Kínverjar segi sjálfir að Mo Yan sé embættismaður og hafi nánast sömu stöðu og ráðherra.
„Hann styður ritskoðun. Þetta kemur mér í mikið uppnám,“ segir hún.
Þá segir hún að Mo hafi afritað ræðu sem Mao Zedong, fyrrverandi leiðtogi Kommúnistaflokksins, minningarbók sem kom út á þessu ári. Í umræddri ræðu segir Mao að listir og menning eigi að styðja Kommúnistaflokkinn.
Hún segir ennfremur að Mo Yan sé varaformaður kínverska rithöfundarsambandsins, sem nýtur stuðnings ríkisins. Að hann skuli hafa fengið verðlaunin á meðan Liu Xiaobo, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010, sitji enn á bak við lás og slá sé eins og kjaftshögg fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum og lýðræði.