Nauðgaði 11 ára stúlku

Rannsókninni er stýrt af kynferðisbrotadeild Scotland Yard.
Rannsókninni er stýrt af kynferðisbrotadeild Scotland Yard. AFP

Lund­úna­lög­regl­an hef­ur hand­tekið 26 ára karl­mann grunaðan um að hafa nauðgað 11 ára stúlku. Stúlk­an var leið heim úr skól­an­um á föstu­dag er ráðist var á hana.

Hún var ný­kom­in út úr skóla­bíln­um í grennd við heim­ili sitt í Ed­mont­on í norður­hluta London, er hún var grip­in og dreg­in inn í al­menn­ings­garð þar sem hún var beitt kyn­ferðisof­beldi, að því er fram kem­ur í frétt The Tel­egraph.

Rann­sókn­ar­lög­reglu­menn segja að árás­in hafi hugs­an­lega staðið yfir í allt að þrjár klukku­stund­ir og þurfti stúlk­an að gang­ast und­ir skurðaðgerð á sjúkra­húsi.

Lög­regl­an seg­ir að í morg­un hafi 26 ára karl­maður verið hand­tek­inn í húsi í Ed­mont­on. Er hann grunaður um nauðgun­ina og er nú yf­ir­heyrður.

Enn leit­ar þó lög­regl­an vitna að árás­inni.

Lög­reglumaður­inn Simon Ell­ers­haw sem fer fyr­ir rann­sókn­inni seg­ir að árás­in hafi verið mjög grimmi­leg og fórn­ar­lambið varn­ar­laust barn.

Hann seg­ir að stúlk­an hafi farið heim með skóla­bíln­um kl. 4 síðdeg­is á föstu­dag og farið út úr hon­um skammt frá heim­ili sínu. Hún hafi gengið fram hjá Ju­bilee-garðinum og þar hafi hún verið grip­in og dreg­in inn í garðinn þar sem henni var svo nauðgað.

 Ell­ers­haw seg­ir: „Þetta var hrika­leg og óvenju­leg árás á varn­ar­lausa skóla­stúlku sem var á leið heim úr skól­an­um.“

Rann­sókn­inni er stýrt af kyn­ferðis­brota­deild Scot­land Yard.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert