Hefði hörmulegar afleiðingar fyrir Wales

Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales.
Carwyn Jones, forsætisráðherra Wales. Ljósmynd/National Assembly For Wales

Forsætisráðherra Wales, Carwyn Jones, segir að ef Bretland segði skilið við Evrópusambandið myndi það hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir velskt efnahagslíf.

„Þegar ég fer utan í þeim tilgangi að hvetja til erlendra fjárfestinga í Wales þá er það aðgangurinn að innri markaði Evrópusambandsins sem vegur þyngst,“ er haft eftir Jones á fréttavefnum Euobserver.com í dag.

Vaxandi þrýstingur er í Bretlandi um að haldið verði þjóðaratkvæði um það hvort Bretar eigi að vera áfram í Evrópusambandinu og hafa skoðanakannanir bent til þess að meirihluti breskra kjósenda vilji yfirgefa sambandið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert