Henda smábörnum á bálið

00:00
00:00

Kon­ur og börn eru nú al­gengt skot­mark of­beld­is­manna í Jong­lei-héraði í Suður-Súd­an. Sam­fé­lagið í Jong­lei er sund­ur­tætt eft­ir langvar­andi átök þjóðar­brota, hernaðar og upp­reisna, segja sam­tök­in Lækn­ar án landa­mæra.

„Tugþúsund­ir karla, kvenna og barna hafa orðið ít­rekað fyr­ir árás­um, verið drep­in eða þurft að flýja. Þetta hef­ur haft gríðarleg áhrif á líf allra,“ seg­ir í skýrslu Lækna án landa­mæra. Of­beldið hef­ur stig­magn­ast frá því í fyrra.

„Líf og heilsa fólks­ins í Jong­lei hang­ir á bláþræði,“ seg­ir Chris Lockye­ar, stjórn­andi hjá Lækn­um án landa­mæra. Hann var­ar við því að enn gæti of­beldið átt eft­ir að aukast, sér­stak­lega sé hætta á því fyr­ir hendi þegar þurrka­tím­inn nálg­ast og ör­vænt­ing­in þar með.

Átök­in snú­ast m.a. um stuld á bú­fénaði og hefnd­araðgerðum sem gripið er til í kjöl­farið. Upp­reisn­ar­menn­irn­ir eru nú vopnaðir öfl­ug­um byss­um.

Þá hafa árás­irn­ar breyst með tím­an­um. Marg­ar nauðgan­ir hafa verið gerðar og árás­irn­ar hafa einnig beinst að heilsu­gæsl­um. Þær hafa sum­ar hverj­ar verið eyðilagðar.

„Áður fyrr snér­ust átök­in um naut­gripi en nú eru það borg­ar­arn­ir sem eru skot­mörk­in,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Á síðustu 18 mánuðum hafa 2.600 manns verið drep­in jí Jong­lei, að mati Sam­einuðu þjóðanna.

„Þeir kveiktu í kof­un­um og hentu svo börn­un­um á bálið,“ seg­ir 55 ára kona sem Lækn­ar án landa­mæra hlúðu að.

„Af því að ég er göm­ul get ég ekki hlaupið hratt og þeir drápu börn­in sem voru með mér,“ seg­ir kon­an sem flúði und­an árás manna sem vopnaðir voru byss­um. „Ef að barnið get­ur hlaupið, þá skjóta þeir það með byssu. Ef það er lítið og get­ur ekki hlaupið drepa þeir það með hnífi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert