Borgarráð Zurich-borgar í Sviss samþykkti síðastliðinn mánudag byggingu sérstakra bílskúra í Alstetten iðnaðarhverfinu í borginni þar sem vændiskonur munu í framtíðinni geta farið ásamt kúnnum sínum og selt þeim þjónustu sína í næði.
Meirihluti íbúa borgarinnar hafði áður samþykkt byggingu skúranna í íbúaatkvæðagreiðslu sem fram fór í mars síðastliðnum. Á ætlað er að framkvæmdir við skúranna, sem kosta um 2,4 milljónir svissneskra franka, hefjist í maí á næsta ári og ljúki næstkomandi ágúst.
Þá stefna borgar yfirvöld á að loka um leið rauðum hverfum borgarinnar, eins og t.d. hverfinu Sihiquia, en götu vændi er orðið mikið þjóðfélagsvandamál í þessum hverfum.
Nánar má lesa um málið á fréttavefnum The Local.