Hætt að berjast fyrir norskri ESB-aðild

Norden.org

Mótstaðan í Nor­egi við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er svo mik­il að norsku Evr­ópu­sam­tök­in telja að umræðan um málið þar í landi sé dauð. Þetta kem­ur fram á frétta­vef norska dag­blaðsins Ver­d­ens Gang.

Fram kem­ur í frétt­inni að sam­tök­in leggja ekki leng­ur áherslu á að berj­ast fyr­ir því að Nor­eg­ur gangi í Evr­ópu­sam­bandið og eru nú opin fyr­ir því að taka við meðlim­um sem eru and­víg­ir inn­göngu í sam­bandið.

„Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að umræðan um norska aðild [að Evr­ópu­sam­band­inu] er dauð eins og staðan er nú og við stönd­um frammi fyr­ir stjórn­má­laum­hverfi sem ger­ir það nauðsyn­legt að hugsa málið upp á nýtt,“ er haft eft­ir fram­kvæmda­stjóra norsku Evr­ópu­sam­tak­anna Kirsti Met­hi.

Með þeim um­mæl­um sín­um að hugsa þurfi málið upp á nýtt vís­ar hún til þess að skoða þurfi aðrar leiðir fyr­ir Nor­eg til þess að taka þátt í evr­ópsku sam­starfi að því er seg­ir í frétt­inni.

„Við för­um frá því að vera bar­áttu­sam­tök sem höf­um bar­ist fyr­ir norskri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yfir í það að verða Evr­ópu­sam­tök sem beita sér fyr­ir breiðari nálg­un á evr­ópskri sam­vinnu og þar með talið varðandi tengsl­in við sam­bandið,“ seg­ir hún enn­frem­ur.

Mehti legg­ur þó áherslu á að Evr­ópu­sam­tök­in telji engu að síður að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið þjónaði hags­mun­um Nor­egs best.

„En þar sem það er ekki mögu­legt að ræða þetta í dag þá er mik­il­væg­ara að beita sér fyr­ir upp­lýs­inga­miðlun og sam­vinnu á öðrum sviðum. Við ætl­um að opna starf­semi okk­ar fyr­ir öll­um þeim sem hafa áhuga á Evr­ópu, efa­semda­fólk um Evr­ópu­sam­bandið get­ur einnig orðið fé­lags­menn,“ seg­ir hún að lok­um.

Frétt Ver­d­ens Gang

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert