Rætt um fríverslunarviðræður við Japan

AFP

Ráðherraráð Evrópusambandsins mun á fundi sínum í dag meðal annars ákveða hvort hefja eigi viðræður við Japan um fríverslun en nokkrar efasemdir hafa verið uppi innan sambandsins um slíkar viðræður og þá einkum í evrópskum bílaiðnaði sem hefur áhyggjur af aukinni samkeppni frá Japan.

Haft er eftir háttsettum embættismanni Evrópusambandsins í frétt AFP að hann sé ágætlega bjartsýnn á að ákveðið verði að hefja fríverslunarviðræður við Japan. Hins vegar kemur fram að engan veginn sé gefið að sú verði niðurstaðan. Enn þurfi að ræða nokkur atriði en góðar líkur séu þó á að gefið verði grænt ljós á viðræður.

Fram kemur ennfremur í fréttinni að viðskiptastjóri Evrópusambandsins, Karel de Gucht, hafi sagt að fríverslunarsamningur við Japan gæti aukið landsframleiðslu sambandsins um fast að einu prósentustigi, aukið útflutning þess til Japans um þriðjung og skapað 400 þúsund ný störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert