Dominique Strauss-Kahn hefur náð samkomulagi um sátt við Nafissatou Diallo, konuna sem sakaði hann um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi í starfi hennar sem þerna á hóteli í New York. Diallo höfðaði einkamál gegn honum þegar saksóknari í New York vísaði málinu frá á sínum tíma.
Haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni sem „þekkir til“ í blaðinu New York Times í kvöld að Strauss-Kahn og Diallo hafi „náð hljóðu samkomulagi um sættir“ í málinu. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um hvort og þá hve háa fjárhæð fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þurfi að reiða af hendi sem sáttagreiðslu.
Lögfræðingar Strauss-Kahn hafa ekki viljað tjá sig um málið að sögn AFP.