Sett voru lög í Þýskalandi fyrir liðlega 40 árum sem heimiluðu kynlíf manna með dýrum en nú er ætlunin að breyta lögum um velferð dýra og banna slíkt athæfi, það sé „óviðeigandi“, að sögn Guardian.
Dýraverndarmenn hafa birt myndir af hrottalegri meðferð á dýrum við kynlífsathafnir. Um 100 manns, er kalla sig „dýravini“, eru í félagi sem berst gegn lagabreytingunni. Talsmaður þess, Michael Kiok, segir að breytingin verði kærð. „Grundvallaratriði í sannfæringu dýravina er að við gerum ekkert sem dýrin vilja ekki sjálf,“ segir hann. „Við sýnum þeim ekki grimmd. Dýr er alveg fært um að sýna nákvæmlega hvað það vill og hvað ekki.“