Örlög Assange í höndum Svía og Breta

Forseti Ekvadors, Rafael Correa, segir að örlög Julians Assanges, stofnanda Wikileaks, séu undir Bretum, Svíum og evrópsku dómskerfi komin.

Assange hefur nú um nokkurra mánaða skeið átt hæli í ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann telur fullvíst að hann verði framseldur til Bandaríkjanna ef Svíar handtaka hann vegna nauðgunarkæru á hendur honum.

Correa sagði í viðtali við AFP að vel væri hægt að leysa úr þessari pattstöðu. Hann segir að Svíar hljóti að geta yfirheyrt Assange í sendiráðinu í London, eða þá gegnum Skype, án þess að hann þurfi að fara til Svíþjóðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert