Abbas: „Nú eigum við ríki“

00:00
00:00

Mahmud Abbas, for­seta Palestínu, var fagnað ákaft þegar hann sneri aft­ur til Palestínu í dag eft­ir at­kvæðagreiðsluna í alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðina og ávarpaði Palestínu­menn með orðunum: „Já, nú eig­um við ríki.“

Abbas sagði Palestínu hafa náð sögu­leg­um ár­angri hjá Sam­einuðu þjóðunum, en þrír dag­ar eru liðnir síðan 138 ríki á alls­herj­arþing­inu greiddu at­kvæði með því að Palestína fengi áheyrn­ar­stöðu hjá SÞ. 9 ríki greiddu at­kvæði gegn því.

„Heims­byggðin sagði háum rómi já við rík­inu Palestínu, já við frelsi Palestínu, já við sjálf­stæði Palestínu. Eng­inn yf­ir­gang­ur, eng­ar land­nem­a­byggðir, eng­in her­seta,“ sagði Abbas og upp­skar mik­il fagnaðarlæti.

Hann hét því jafn­framt að eft­ir þenn­an áfanga­sig­ur hjá Sam­einuðu þjóðunum væri hans fyrsta for­gangs­atriði að vinna að því að sam­eina Palestínu­menn og stríðandi fylk­ing­ar Ham­as og Fatah. „Við mun­um á næstu dög­um fara yfir þau nauðsyn­legu skref sem þarf að taka. Fólkið vill binda enda á aðskilnaðinn.“

Sig­ur­inn er sæt­ur fyr­ir Abbas, sem tókst ekki að fá áheyrn­ar­stöðu Palestínu samþykkta hjá SÞ á síðasta ári. Tekið var á móti hon­um á Vest­ur­bakk­an­um með heiður­sverði og rauðum dregli þegar hann sneri aft­ur í Muqa­ataa, for­seta­bú­staðinn í Ramallah. Þar lagði hann blóm­sveig við gröf Yass­ers Arafat, sem er graf­inn við for­seta­bú­staðinn. Síðar til­einkaði Abbas sig­ur­inn hjá SÞ minn­ingu for­set­ans heitna.

Í ávarpi sínu í dag sagði hann samþykkt Sam­einuðu þjóðanna vera af­rek Palestínu­manna um all­an heim. „Fólkið okk­ar alls staðar, haldið höfðinu hátt því þið eruð Palestínu­menn. Þið eruð sterk­ari en her­námið því þið eruð Palestínu­menn. Þið eruð sterk­ari en land­nem­a­byggðirn­ar, því þið eruð Palestínu­menn.“

Ísra­els­menn til­kynntu á föstu­dag, dag­inn eft­ir at­kvæðagreiðsluna, áætlan­ir um að byggja 3.000 ný land­nem­a­hús í aust­ur­hluta Jerúsalem og á Vest­ur­bakk­an­um. Þá ætla þeir ekki að greiða Palestínu­mönn­um skatt­fé og tolla sem inn­heimt­ir voru í nóv­em­ber og hlaupa á millj­ón­um Banda­ríkja­dala.

Mahmud Abbas forseta Palestínu var ákaft fagnað þegar hann sneri …
Mahmud Abbas for­seta Palestínu var ákaft fagnað þegar hann sneri heim frá alls­herj­arþingi SÞ í dag. AFP
Mahmud Abbas forseta Palestínu var ákaft fagnað þegar hann sneri …
Mahmud Abbas for­seta Palestínu var ákaft fagnað þegar hann sneri heim frá alls­herj­arþingi SÞ í dag. AFP
Mahmud Abbas forseta Palestínu var ákaft fagnað þegar hann sneri …
Mahmud Abbas for­seta Palestínu var ákaft fagnað þegar hann sneri heim frá alls­herj­arþingi SÞ í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert