250 þúsund flóttamenn í Jórdaníu

AFP

Forsætisráðherra Jórdaníu, Abdullah Nsur, sagði í dag að um 250 þúsund sýrlenskir flóttamenn væru í landinu og að um væri að ræða „gríðarlega byrði“ fyrir þarlend stjórnvöld.

Fram kemur í frétt AFP að hundruð Sýrlendinga flýi yfir landamærin að Jórdaníu daglega vegna átakanna í Sýrlandi sem hafi kostað 41 þúsund manns lífið frá því að þau hófust í mars á síðasta ári.

Sameinuðu þjóðirnar telja að um 460 þúsund sýrlenskir flóttamenn séu nú í nágrannaríkjum Sýrlands og ríkjum í Norður-Afríku auk 20 þúsund flóttamanna sem flúið hafi til Evrópuríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert