Friðurinn úti verði farið í framkvæmdir

Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sést hér með Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra …
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sést hér með Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum SÞ í New York í síðustu viku. AFP

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að fyrirætlanir Ísraelsmanna um að hefja byggingaframkvæmdir á landtökubyggðum skammt frá Austur-Jerúsalem muni nánast gera út af við vonir manna um að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna.

Hann segir að Palestínumenn í Austur-Jerúsalem verði þá algjörlega aðskildir frá íbúum á Vesturbakkanum.

Yfirvöld í Ísrael gáfu í síðustu viku grænt ljós á uppbyggingu 3.000 húsa á svæðinu, eða degi eftir að allsherjarþing SÞ veitti Palestínu stöðu áheyrnarríkis.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segist staðráðinn í því að hefja …
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segist staðráðinn í því að hefja framkvæmdir á svæðinu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert