Sendiherra framdi sjálfsvíg

Sendiherra Serbíu hjá Atlantshafsbandalaginu framdi sjálfsvíg á flugvellinum í Brussel í gær.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Serbíu kemur fram að andlát Branislav Milinkovic hafi borið að með hörmulegum hætti.

Samkvæmt frétt á vef Blic stökk Milinkovic út um glugga bílastæðahússins á alþjóðaflugvellinum. Var hann þar í fylgd aðstoðarutanríkisráðherra Serbíu, Zoran Vujic. Ekki hafa verið gefnar frekari skýringar á sjálfsvígi sendiherrans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert