Grikkir komnir niður fyrir ruslflokk

Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands.
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands. AFP

Matsfyrirtækið Standard og Poor´s lækkaði lánshæfismat Grikklands í kvöld. Áður var matið í ruslflokki, en er nú fallið í flokk sem nefnist „selective default“. Það þýðir að viðkomandi ríki getur einungis staðið við hluta skuldbindinga sinna.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að gríska ríkið bauðst til að kaupa ríkisskuldabréf af skuldunautum sínum með miklum afslætti, en það er hluti af samningi Grikkja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert