Berlusconi hyggst bjóða sig aftur fram

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Útlit er fyrir að Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, muni á næsta ári bjóða sig fram í þeirri von að geta aftur sest í stól forsætisráðherra. Þetta hafa félagar í ítalska Frelsisflokknum gefið sterklega til kynna.

Flokkurinn er búinn að aflýsa fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri og þá hefur hátt settur félagi í flokknum sagt að Berlusconi muni sækjast eftir forsætisráðherraembættinu á ný á næsta ári.

Í gær sat flokkurinn hjá þegar gengið var til atkvæða vantrausttillögu gegn stjórninni á ítalska þinginu. Ríkisstjórn Mario Montis, forsætisráðherra landsins, stóð af sér vantraust í atkvæðagreiðslu í báðum deildum þingsins. Hins vegar ríkir pólitísk óvissa í landinu um þessar mundir.

Berlusconi sagði af sér í fyrra í tengslum við þann mikla efnahagsvanda sem Ítalía stóð frammi fyrir. Þá var hann sakfelldur fyrir skattsvik í október sl.

Þrátt fyrir þetta hefur verið haft eftir Angelinu Alfano, aðalritara Frelsisflokksins, í ítölskum fjölmiðlum að Berlusconi, sem er 76 ára gamall, muni bjóða sig aftur fram.

Þá hefur Berlusconi sagt að fjölmargir hafi hvatt sig til að snúa aftur í stjórnmálin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert