Dregur tilskipunina til baka

Forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, tilkynnti í dag að hann hefði fellt úr gildi umdeilda tilskipun sem hann gaf út í síðasta mánuði og fól í sér aukin völd honum til handa. Í kjölfarið brutust úr hörð mótmæli víða um landið þar sem þess var meðal annars krafist að tilskipunin yrði dregin til baka.

Fram kemur í frétt AFP að Selim al-Awa, embættismaður á vegum stjórnvalda, hafi lýst þessu yfir á blaðamannafundi í Kaíró höfuðborg landsins í dag. Hins vegar hafi einnig komið fram í máli hans að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja og umdeilda stjórnarskrá yrði eftir sem áður haldin 15. desember næstkomandi en stjórnarandstæðingar höfðu einnig krafist þess að henni yrði aflýst.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar fundar Morsi með öðrum stjórnmálaleiðtogum landsins. Óvíst er hvort ákvörðun forsetans dugi til þess að róa ástandið í Egyptalandi.

Frá mótmælum við forsetahöllina í Kaíró í gær.
Frá mótmælum við forsetahöllina í Kaíró í gær. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert