Felldu Al-Qaeda leiðtoga í Pakistan

Fjarstýrð flaug á ferð yfir Afganistan en hægt er að …
Fjarstýrð flaug á ferð yfir Afganistan en hægt er að nota slíkar til árásarferða á skotmörk. mbl.is/afp

Bandaríski herinn felldi Al-Qaeda leiðtogann Khaled Bin Abdel Rahman al-Hussainan með loftárás í Pakistan í gærkvöldi. Sat hann þá að snæðingi í lok daglangrar föstu.

Al-Hussainan gengur einnig undir nafninu Abu Zaid al-Kuwaiti en það voru Al-Qaeda samtökin sjálf sem skýrðu frá falli hans með stuttri tilkynningu.

„Við tilkynnum hér með píslarvættisdauða Sheikh Khaled al-Hussainan og biðjum guð um að taka á móti honum á himnum,“ sagði í tilkynningunni.

Að sögn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC var hann annarrar kynslóðar leiðtogi í Al-Qaeda en al-Hussainan var 46 ára að aldri. Hann var einn þeirra sem líklegir þóttu sem arftakar Ayman al-Zawahiri, æðsta stjórnanda hryðjuverkasamtakanna. Það var fjarstýrð  eldflaug sem grandaði honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert