Hefðu átt að skera höfuðið af höggorminum

Shaul Mofaz, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar.
Shaul Mofaz, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar. Wikipedia

„Við hefðum átt að nýta okkur þetta tækifæri og skorið höfuðið af höggorminum. Meshaal á skilið að deyja,“ sagði Shaul Mofaz, leiðtogi Kadima-flokksins í Ísrael, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag en flokkur hans er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á ísraelska þinginu.

Vísaði Mofaz þar til komu leiðtoga Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, til Gaza-strandarinnar þar sem hann hafnaði því meðal annars í ræðu á fjöldafundi að viðurkenna Ísraelsríki og sagði Palestínumenn gera kröfu til allrar Palestínu frá Miðjarðarhafinu til Jórdan-árinnar.

Mofaz, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels og hershöfðingi, sagðist ráðleggja Meshaal að pakka niður í töskurnar sínar aftur eins hratt og hann gæti og yfirgefa Gaza-ströndina.

Ennfremur sagði hann að ef Mahmud Abbas, forseti Palestínu, tæki ekki á Hamas-samtökunum yrði Meshaal brátt einnig við völd á Vesturbakkanum þar sem Fatah-hreyfing forsetans ræður ríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert