Evrópusambandið mun standa með evrunni því evran er eitt sterkasta tákn um samstarf Evrópuríkja. Þetta sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í dag fyrir hönd sambandsins.
Í röksemd friðarverðlaunanefndarinnar segir að Evrópusambandið og forverar þess hafi í yfir sex áratugi unnið að friði og samkomulagi, lýðræði og mannréttindum. Vísað er sérstaklega til aðkomu Evrópusambandsins að sameiningu Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins. ESB hafi stuðlað að stöðugleika í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna.