ESB mun standa með evrunni

Evrópusambandið mun standa með evrunni því evran er eitt sterkasta tákn um samstarf Evrópuríkja. Þetta sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í dag fyrir hönd sambandsins.

Í röksemd friðarverðlaunanefndarinnar segir að Evrópusambandið og forverar þess hafi í yfir sex áratugi unnið að friði og samkomulagi, lýðræði og mannréttindum. Vísað er sérstaklega til aðkomu Evrópusambandsins að sameiningu Þýskalands eftir fall Berlínarmúrsins. ESB hafi stuðlað að stöðugleika í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert