Friðurinn ekki sjálfsagður hlutur

Thorbjörn Jagland, formaður Nóbelsnefndarinnar, flytur ræðu sína fyrr í dag.
Thorbjörn Jagland, formaður Nóbelsnefndarinnar, flytur ræðu sína fyrr í dag. AFP

„Við verðum í sameiningu að sjá til þess að við glötum ekki því sem byggt hefur verið upp,“ sagði Thorbjörn Jagland, formaður Nóbelsnefndarinnar, í ræðu sinni í tilefni af því að Evrópusambandinu voru veitt friðarverðlaun Nóbels við hátíðlega athöfn í Osló höfuðborg Noregs í dag.

Sú ákvörðun að veita Evrópusambandinu verðlaunin hefur verið harðlega gagnrýnd en Jagland rifjaði upp stríðsátök og hörmungar síðustu aldar sem kostað hefðu 80 milljónir Evrópumanna lífið og lagði áherslu á að ekki mætti taka friðinum sem sjálfsögðum hlut. Það yrði að berjast fyrir honum á hverjum degi.

„Við erum ekki komin saman hér í dag í þeirri trú að Evrópusambandið sé fullkomið,“ sagði Jagland og lagði áherslu á að sambandið yrði að halda áfram á sömu braut, „festa í sessi það sem hefur áunnist og bæta það sem hefur verið skapað og þannig leysa þau vandamál sem ógna því í dag.“

„Það er eina leiðin til þess að leysa þau vandamál sem efnahagskrísan hefur getið af sér, öllum til hagsbóta,“ sagði hann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert