Strauss-Kahn greiðir bætur

00:00
00:00

Dom­in­ique Strauss-Kahn, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, hef­ur skrifað und­ir samn­ing við Nafissatou Diallo, hót­elþernu sem sakaði hann um nauðgun. Þetta kem­ur fram í frétt BBC í kvöld.

Málið var tekið fyr­ir í Banda­ríkj­un­um í dag en Diallo höfðaði einka­mál gegn Strauss-Kahn eft­ir að hætt var við að op­in­bert mál gegn hon­um af hálfu sak­sókn­ara í New York. Dóm­ari sagði í dag að ekki yrði gefið upp efni sam­komu­lags­ins.

Talið er víst að Strauss-Khan hafi greitt Diallo millj­ón­ir í bæt­ur. Í síðustu viku greindi Le Monde frá því að Diallo fengi greidd­ar 6 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, 760 millj­ón­ir króna frá Strauss-Kahn.

Þetta mál varð til þess að Strauss-Khan varð að segja af sér sem fram­kvæmda­stjóri AGS. Áður en málið kom upp var talið lík­legt að hann myndi bjóða sig fram sem for­seti Frakk­lands.

Nafissatou Diallo og Dominique Strauss-Kahn.
Nafissatou Diallo og Dom­in­ique Strauss-Kahn. STAN HONDA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka