Strauss-Kahn greiðir bætur

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur skrifað undir samning við Nafissatou Diallo, hótelþernu sem sakaði hann um nauðgun. Þetta kemur fram í frétt BBC í kvöld.

Málið var tekið fyrir í Bandaríkjunum í dag en Diallo höfðaði einkamál gegn Strauss-Kahn eftir að hætt var við að opinbert mál gegn honum af hálfu saksóknara í New York. Dómari sagði í dag að ekki yrði gefið upp efni samkomulagsins.

Talið er víst að Strauss-Khan hafi greitt Diallo milljónir í bætur. Í síðustu viku greindi Le Monde frá því að Diallo fengi greiddar 6 milljónir Bandaríkjadala, 760 milljónir króna frá Strauss-Kahn.

Þetta mál varð til þess að Strauss-Khan varð að segja af sér sem framkvæmdastjóri AGS. Áður en málið kom upp var talið líklegt að hann myndi bjóða sig fram sem forseti Frakklands.

Nafissatou Diallo og Dominique Strauss-Kahn.
Nafissatou Diallo og Dominique Strauss-Kahn. STAN HONDA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert