Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur skrifað undir samning við Nafissatou Diallo, hótelþernu sem sakaði hann um nauðgun. Þetta kemur fram í frétt BBC í kvöld.
Málið var tekið fyrir í Bandaríkjunum í dag en Diallo höfðaði einkamál gegn Strauss-Kahn eftir að hætt var við að opinbert mál gegn honum af hálfu saksóknara í New York. Dómari sagði í dag að ekki yrði gefið upp efni samkomulagsins.
Talið er víst að Strauss-Khan hafi greitt Diallo milljónir í bætur. Í síðustu viku greindi Le Monde frá því að Diallo fengi greiddar 6 milljónir Bandaríkjadala, 760 milljónir króna frá Strauss-Kahn.
Þetta mál varð til þess að Strauss-Khan varð að segja af sér sem framkvæmdastjóri AGS. Áður en málið kom upp var talið líklegt að hann myndi bjóða sig fram sem forseti Frakklands.