Fulltrúar ESB tóku við Nóbelsverðlaunum

Fulltrúar Evrópusambandsins tóku í dag við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í skugga mikilla efnahagserfiðleika álfunnar. Verðlaunin fær sambandið fyrir að breyta Evrópu úr „heimsálfu í stríði til heimsálfu friðar“.

Formaður nóbelsverðlaunanefndarinnar, Thorbjoern Jagland, afhenti þremur leiðtogum sambandsins verðlaunin, þeim Herman Van Rompuy, forseta Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert