Fulltrúar Evrópusambandsins tóku í dag við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló í skugga mikilla efnahagserfiðleika álfunnar. Verðlaunin fær sambandið fyrir að breyta Evrópu úr „heimsálfu í stríði til heimsálfu friðar“.
Formaður nóbelsverðlaunanefndarinnar, Thorbjoern Jagland, afhenti þremur leiðtogum sambandsins verðlaunin, þeim Herman Van Rompuy, forseta Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins.