Verðhrun á bensíni í Bandaríkjunum

KI PRICE

Bensínverð hefur lækkað ört í Bandaríkjunum að undanförnu. Gallon af bensíni hefur lækkað um 46 sent á síðustu tveimur mánuðum og segir í frétt frá CNN að ástæðan sé minnkandi eftirspurn á innanlandsmarkaði.

„Þetta er raunverulegt verðhrun,“ er haft eftir Tribly Lundberg, hjá markaðsfyrirtækinu Lundberg Survey sem sérhæfir sig í markaðskönnunum á olíumarkaði í Bandaríkjunum.

Meðalverð á galloni (3,79 lítrar) af bensíni er 3.38 dollarar sem jafngildir um 489 krónum og hefur lækkað um 10 sent, sem jafngildir um 25 krónum, á undanförnum þremur vikum. Sé það umreiknað í lítraverð kostar bensínlítri í Bandaríkjunum um 129 íslenskar krónur. 

Lundberg segir að verðlækkunina megi rekja til minnkandi eftirspurnar á innanlandsmarkaði.

Þrátt fyrir þessar lækkanir er meðalbensínverð í Bandaríkjunum um 8 % hærra en á sama tíma í fyrra.

Heimsmarkaaðsverð á hráolíu hefur lækkað að undanförnu eftir stöðuga hækkun mánuðina þar á undan.

Verðkönnunin er unnin út frá meðaltali bensínverðs á þúsundum bensínstöðva um öll Bandaríkin.

Hæst verð er í New York eða um 3.85 dollarar á gallonið en lægst í Memphis eða 3.04 dollarar á gallonið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert