Helsti stjörnufræðingur Vatíkansins vill fullvissa fólk um að heimurinn eins og við þekkjum hann mun ekki líða undir lok í næstu viku, þrátt fyrir spár þar um.
Séra Jose Funes sem stýrir rannsóknarstofu Vatíkansins, skrifaði í grein í dagblað Páfagarðs í gær að heimsendaspár byggðar á dagatali Maja „væru ekki einu sinni þess virði að ræða þær.“ Internetið logar, ef svo má að orði komast, vegna frétta um að þann 21. desember verði heimsendir samkvæmt túlkun á dagatæli Maja, frumbyggja Suður-Afríku.
Funes segir rétt að alheimurinn sé að þenjast út og ef einhver líkön séu rétt muni hann að endingu klofna, en það muni þó ekki gerast fyrr en eftir þúsund milljón ár.