20 börn létust í árásinni

Rannsókn á skotárásinni á Sandy Hook-skólann stendur enn yfir.
Rannsókn á skotárásinni á Sandy Hook-skólann stendur enn yfir. Douglas HEALEY

Paul Vance, sem stjórnar rannsókninni á skotárásinni í Connecticut, segir að 20 börn hafi látist í Sandy Hook-skólanum. Sex fullorðnir hafi látist í árásinni í skólanum. Einn hafi fundist látinn í New Jersey og skotmaðurinn sé einnig látinn.

Vance sagði að skotárásin hefði átt sér stað í tveimur kennslustofum í einni álmu skólans. Hann staðfesti einnig að rannsókn stæði yfir á öðrum stað, en fram hefur komið í fjölmiðlum að faðir Ryan Lanza, sem stóð að árásinni, hafi fundist látinn á heimili sínu í New Jersey.

Móðir ódæðismannsins, bjó í bænum Newtown þar sem árásin átti sér stað. Hún var leikskólakennari við skólann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert