Vilja banna ný-nasistaflokk með lögum

Merki þýskra ný-nasista
Merki þýskra ný-nasista AFP

Þingmenn í efri deild þýska þingsins reyna nú að fá frumvarp sem bannar stjórnmálaflokk nýnasista, NPD, samþykkt. Tæplega tíu ár eru síðan reynt var að fá flokkinn bannaðan með lögum.

Þingmenn frá sextán fylkjum Þýskalands sitja í efri deildinni og leggja þingmenn úr öllum fylkjum fyrir utan Hesse fram frumvarpið en það verður væntanlega lagt fyrir stjórnarskrárdómstól landsins.

Áhugi á að banna flokk ný-nasista hefur aukist að undanförnu einkum eftir að í ljós kom að liðsmenn NPD hafi staðið á bak við fjölmörg morð í Þýskalandi á síðustu árum. Er talið að þeir hafi myrt tíu útlenda verslunareigendur á síðustu sjö árum.

Að sögn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, liggur ekki ljóst fyrir hvort ríkisstjórnin mun styðja frumvarpið. Kemur einkum tvennt til hvort það standist lög og öll þau gögn sem benda tl þess að liðsmenn flokksins standi á bak við fjölda morða.

Upplýsingar um NPD á Wikipedia

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert