Húshitun að verða lúxus í Grikklandi

Sá mikli samdráttur sem orðið hefur í Grikklandi hefur ýmsar hliðar. Venjulegt fólk hefur ekki lengur efni á að hita upp hýbýli sín og fyrir marga er húshitun lúxus.

Karablias Stephanos, sem sér um að flytja olíu til húshitunar, segir að í fyrravetur hafi samdrátturinn í olíusölu verið 20-25%. Hann segist vona að samdrátturinn verði ekki jafnmikill í vetur.

Sumir Grikkir hafa gripið til þess ráðs að brenna timbri til að komast í gegnum köldustu daga ársins án þess að kveikja á kyndingunni.

Verð á húshitun í Grikklandi hefur hækkað um meira en 30% á einu ári. Það er því kannski ekki furða að landsmenn vonist eftir mildum vetri. Hitastig hefur hins vegar lækkað talsvert síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert