Breivik fær fjölda bréfa frá börnum og unglingum

Klefi Breiviks í Ila-öryggisfangelsinu.
Klefi Breiviks í Ila-öryggisfangelsinu. AFP

Norski fjöldamorðinginn, Anders Behring Breivik, hefur fengið fjölda bréfa þar sem hann situr í Ila-öryggisfangelsinu. Mörg þessara bréfa eru frá börnum og unglingum. Fangelsisyfirvöld láta barnaverndarnefndir vita sem síðan gera foreldrum viðkomandi barna viðvart.

Þetta staðfestir einn lögmanna Breiviks, Tord Jordet, í samtali við Aftenposten.

„Þetta er allt frá teikningum til bréfa frá unglingum sem hafa mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég get ekki sagt til um aldur þeirra sem skrifa bréfin eða hversu mörg þau eru,“ segir Jordet.

Þegar ákveðið var að aflétta samskiptabanni af Breivik var sú ákvörðun tekin af stjórn Ila-fangelsisins að ef honum myndu berast bréf frá börnum, þá yrðu barnaverndaryfirvöld látin vita. Þau tilkynna athæfið síðan til foreldra þeirra eða forráðamanna. Breivik fær þó bréfin í sínar hendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka