Heimsendir eða hátíð?

Töfralæknir af ætt Maja framdi hreinsunargjörning við upphaf íþróttakappleiks milli Hondúras og Gvatemala. Leikurinn fór fram um 400 km vestur af borginni Tegucigalpa.

Samkvæmt dagatali Maja, sem talið hefur síðustu 5 þúsund ár, endar á föstudag, 21. desember. Margir hafa túlkað dagatalið þannig að heimsendir verði þann dag. En aðrir ætla að blása til hátíðar þennan dag og fagna tímamótunum, m.a. í Mexíkó og annars staðar í Mið-Ameríku, þar sem menning Maja blómstraði á sínum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka