Hermaður gæti hlotið dauðadóm

Hermaðurinn Robert Bales sést hér til vinstri á myndinni.
Hermaðurinn Robert Bales sést hér til vinstri á myndinni. AFP

Bandarískur hermaður sem er sakaður um að hafa myrt 16 Afgana og sært sex til viðbótar gæti verið dæmdur til dauða verði hann fundinn sekur um fjöldamorðin. Þetta segir talsmaður Bandaríkjahers.

Árásirnar voru gerðar í mars í tveimur þorpum í suðurhluta Afganistans. Robert Bales mun þurfa að svara til saka fyrir herrétti vegna ákæranna.

Ekki er búið að tímasetja réttarhöldin, en þau munu fara fram í Joint Base Lewis-McChord í Washington-ríki.

Fréttavefur BBC segir að enginn bandarískur hermaður hafi verið tekinn af lífi í yfir hálfa öld.

Bales er ákærður fyrir morð, morðtilraunir og fyrir að hafa notað vímuefni og áfengi við skyldustörf.

17 fórnarlömb voru konur eða börn. Flest þeirra voru skotin í höfuðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert