Boðflennur á blaðamannafundi NRA

Andstæðingar skotvopna í Bandaríkjunum gerðust boðflennur á blaðamannafundi sem samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum (NRA) héldu í dag í tengslum við fjöldamorðin sem voru framin í bænum Newtown í Connecticut í síðustu viku.

Mótmælendurnir sögðu m.a. að hendur félagsmanna væru ataðar blóði í kjölfar voðaverkanna.

NRA leggur til að vopnaðir verðir verði látnir gæta öryggis barna í skólum. Mótmælendurnir fordæma tillöguna sem þeir segja að sé hryllileg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert