Fjórir látnir eftir skotárás

Skotárásin var gerð í grennd við bæinn Geeseytown í Pennsylvaníu …
Skotárásin var gerð í grennd við bæinn Geeseytown í Pennsylvaníu . AFP

Fjórir eru látnir og nokkrir lögreglumenn sárir eftir skotárás í dreifbýli Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Á meðal hinna látnu er árásarmaðurinn en lögreglumenn skutu hann til bana. 

Skotárásin var gerð í grennd við bæinn Geeseytown en ekki er vitað hvað leiddi til hennar. Árásarmaðurinn skaut tvo karlmenn og konu til bana áður en lögregla gat brugðist við. Lögreglumaður varð fyrir skoti en skothelt vesti bjargaði lífi hans, þá slasaðist annar lögreglumaður þegar hann fékk í sig glerbrot eftir að árásarmaðurinn skaut á bíl hans. 

Aðeins er vika síðan tuttugu börn og sex fullorðnir voru skotnir til bana í Barnaskóla í Connecticut og hefur umræða um byssueign og hert byssulög farið hátt síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert