Suðurkóresk stjórnvöld segja að eldflaugaskot Norður-Kóreumanna nýverið sýni fram að þeir geti skotið langdrægri eldflaug á loft sem geti ferðast yfir 10 þúsund km leið.
Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem eru búnir að rannsaka brot úr eldflauginni sem skotið var á loft Þetta þýðir að eldflaug gæti mögulega náð alla leið til Bandaríkjanna, að því er segir á vef BBC.
Hins vegar hefur ekki fengist staðfest hvor N-Kórea búi yfir nauðsynlegri tækni til að skjóta flugskeyti á loft.
Sérfræðingar telja að Norður-Kórea sé mjög aftarlega á merinni hvað varðar getu þeirra til að útbúa flugskeyti með kjarnorkusprengju.
Þann 12. desember sl. skaut N-Kórea Unha-3 eldflaug á loft. Það var gert þrátt fyrir refsiaðgerðir og alþjóðlegar viðvaranir.
Þetta var í fyrsta sinn sem N-Kóreumönnum tókst að skjóta þriggja þrepa eldflaug á loft og koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Menn telja að þarna hafi þeim tekist að ná áfanga í þróun eldflaugar sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa.