Konur og börn eru á meðal látinna eftir að loftárás var gerð á bakarí í borginni Halfaya í Sýrlandi í dag, samkvæmt því sem mannréttindasamtök í landinu segja. Tugir eru látnir eftir árásina og fullyrt að stjórnarherinn standi á bak við hana.
Grasrótarsamtök uppreisnarmanna kalla árásina fjöldamorð og að bakaríð hafi verið sérstaklega valið skotmark stjórnarhersins. Myndbandi hefur verið dreift þar sem rústir bakarísins sjást og menn bera lík út úr rústunum.