Styttir ferðatíma um 14 klukkustundir

Lestarferð frá Peking til Guangzhou tekur í dag 22 klukkustundir en styttist allverulega í næstu viku þegar ný hraðlest verður tekin í notkun. Með henni styttist ferðatíminn um fjórtán klukkustundir og tekur því aðeins átta klukkustundir að ferðast 2.200 kílómetra.

Zhou Li, sem er embættismaður í samgönguráðuneytinu, segir lestina eina þá tæknilegustu í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert