„Hengið nauðgarana“

„Hengið nauðgarana,“ er meðal þess sem stendur á spjöldum fólks sem flykkst hefur út á götur Delhi og fleiri borga á Indlandi síðustu daga til að hvetja til harðra refsinga gegn hópi manna sem nauðaði ungri konu í strætisvagni og hentu henni svo út í vegkant.

Manmohan Singh, forsætisráðherra, hvetur fólk til að sýna stillingu í mótmælunum. Lögreglan hefur beitt mótmælendur hörku og slíkar samkomur hafa verið bannaðar víða.

Mótmælendur hafa hins vegar áhyggjur af því að mennirnir fái léttvæga ef nokkra refsingu. Delhi er stundum kölluð „nauðgunarhöfuðborg“ Indlands er þar eru kynferðisglæpir mun algengari en annars staðar í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert