Sjóræningjar réðust um borð í vöruflutningaskip úti fyrir ströndum Nígeríu og rændu fjórum úr áhöfninni. Mannránið er það nýjasta í öldu slíkra ofbeldisverka sem framin hafa verið við Nígeríu undanfarna mánuði.
„Sjóræningjar vopnaðir byssum komu um borð í skipið og rændu fjórum úr áhöfninni,“ segir í tilkynningu frá Alþjóðlegu hafstofnuninni. Enginn slasaðist og flutningaskipið kom sér í örugga höfn.
Enn hefur ekki komið fram hvers lenskir mennirnir eru sem var rænt.
Yfirleitt vilja mannræningjarnir peninga í skiptum fyrir fanga sína.