Afríka framtíð körfuboltans

Meira en þrjú hundruð ungir karlmenn lokið námi í sérstökum körfuknattleiksskóla í Senegal frá árinu 2003, fjörutíu þeirra hafa farið í bandaríska háskóla og einn komist í NBA deildina. Forsvarsmenn skólans segja Afríku vera framtíð körfuboltans.  

Körfuknattleikur nýtur vaxandi fylgis í Senegal og SEEDS (e. Sports for Education and Economic Developed Foundation in Senegal) skólinn er gott merki um það. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2003 en í hann eru valdir þeir 14 ára drengir sem skara fram úr í körfuknattleik á landsvísu. 

Drengirnir eru á heimavist og er séð um þá á alla vegu. Og takmark þeirra er aðeins eitt, að komast í NBA deildina í Bandaríkjunum. „Við erum ekki eingöngu að gera úr þeim góða körfuknattleiksmenn heldur góða menn, sem geta komið Senegal og Afríku vel, og heiminum,“ segir fulltrúi SEEDS.

Til þess að komast inn í bandaríska háskóla er ekki nóg að vera góður í körfuknattleik og því er mikil áhersla lögð á bóklega námið í skólanum. Og forsvarsmenn skólans vonast til að þeir fjörutíu sem komist hafa í bandaríska háskóla séu aðeins byrjunin á því sem koma skal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka