Skila byssum og fá gjafakort

AFP

Borgaryfirvöld í Los Angeles stóðu fyrir viðburði borginni í dag þar sem borgin bauðst til að greiða byssueigendum fyrir skotvopn sem þeir skiluðu inn.

Vegna fjöldamorðanna í Connecticut fyrr í þessum mánuði ákváðu borgaryfirvöld í Los Angeles að flýta viðburðinum, sem átti ekki að fara fram fyrr í en maí.

Byssueigendur gátu farið með skotvopn á tvo staði í borginni og fengið 100 dala gjafakort, sem gildir í matvöruverslunum, fyrir skammbyssur, riffla og haglabyssur. 200 dala gjafakort fengust fyrir sjálfvirkar hríðskotabyssur.

„Borgir og ríki verða að taka höndum saman með ríkisstjórninni í því að gera allt sem í þeirra valdi stendur, eins og fljótt og þau geta, til að tryggja öryggi samfélaganna,“ segir Antonio Villaraigosa, borgarstjóri Los Angeles.

Hann segir að það sé gríðarlega mikilvægt að tryggja öryggi íbúa í Los Angeles.

Síðast þegar borgaryfirvöld buðust til að kaupa byssur, sem var í maí í sl., var 1.673 skotvopnum skilað. Talan hafði ekki verið lægri í fjögur ár. Í þeirri tölu voru aðeins 53 hríðskotavopn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert