Brenndu yfirmann sinn inni

Frá vettvangi atburðarins.
Frá vettvangi atburðarins. AFP

Hundruð verkamanna á teplantekru í Kunapathar í norðausturhluta Indlands umkringdu heimili yfirmanns síns í gærkvöldi og kveiktu í því samkvæmt fréttvef breska ríkisútvarpsins BBC en í eldsvoðanum létust maðurinn og eiginkona hans. Sömuleiðis var kveikt í tveimur bifreiðum í eigu yfirmannsins.

Fram kemur í fréttinni að talið sé að um 700 manns hafi tekið þátt í árásinni á heimili yfirmannsins, Mridul Kumar Bhattacharyya, en atburðurinn hafi gerst í kjölfar kjaradeilu verkamannanna við yfirstjórn plantekrunnar sem staðið hafi yfir undanfarnar tvær vikur.

Þá segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Bhattacharyya hafi lent í slíkum deilum en fyrir tveimur árum hafi reiðir verkamenn kveikt í teverksmiðju hans á annarri plantekru í eigu hans. Þrír verkamannanna hafa verið teknir höndum vegna málsins.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert