Fjarlægði tengla á byssuframleiðendur

Wikipedia

Bandaríski tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts, sem framleiðir meðal annars skotleikinn Medal of Honor, hefur ákveðið að fjarlægja tengla sem voru á heimasíðu hans og vísuðu yfir á heimasíður vopnaframleiðenda.

Fram kemur í frétt BBC að fyrirtækið hafi séð sig knúið til þess að fjarlægja tenglana í kjölfar þrýstings en því hefur verið haldið fram að slíkir skotleikir gætu stuðlað að því að gripið væri til raunverulegs ofbeldis. Ekki síst í kjölfar skotárásarinnar Newtown í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði.

„Við töldum þetta ekki við hæfi og fjarlægðum því tenglana,“ er haft eftir talsmanni EA. Hins vegar kemur fram að merki vopnaframleiðendanna og lýsingar á vopnum séu áfram á heimasíðu tölvuleikjaframleiðandans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert