5,5 milljónir byssa skráðar í Þýskalandi

BRENDAN SMIALOWSKI

Skráðar byssur í Þýskalandi eru 5,5 milljónir, samkvæmt nýjum tölum um byssueign landsmanna. 1,4 milljónir eiga byssur í Þýskalandi, sem þýðir að hver og einn á að meðaltali um fjórar byssur. Um 82 milljónir manna búa í Þýskalandi.

Áður var það í höndum einstakra héraðsstjórna að halda saman upplýsingum um byssur í Þýskalandi, en nú er það verkefni komið til ríkisins. Þýskaland er fyrsta landið í Evrópusambandinu til að birta traustar upplýsingar um vopnaeign, en samkvæmt nýjum reglum í ESB eiga öll ríki sambandsins að vera búin að taka saman upplýsingar um vopnaeign eigi síðar en 2015.

Talið er að Bandaríkjamenn eigi um 270 milljónir skotvopna, en íbúar landsins eru um 315 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert