Litlu mátti muna að illa færi þegar maður féll niður um ís á vatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum skömmu fyrir áramót. Þeir sem reyndu að aðstoða manninn lentu einnig í vatninu þegar ísinn brotnaði undan þeim, en um 10 manns voru um tíma í vatninu.
Myndir af atburðinum náðust á myndskeið. Sá sem tók myndirnar fór að mynda þegar einn maður hafði fallið niður um ísinn. Fljótlega kom annar maður til að reyna að bjarga honum. Hann féll hins vegar fljótlega niður í vökina. Þriðji maðurinn fór sömu leið. Fleiri komu þá út á ísinn, en við það myndaðist önnur vök þegar fleiri féllu niður um þunnan ísinn.
Um tíma voru 10 manns í vatninu. Um 15 mínútur tók að ná öllum upp upp úr vatninu. Enginn hlaut varanlegan skaða af óhappinu.