Hvíslaði „mamma, fyrirgefðu“

Margir hafa mótmælt kynferðisbrotum á Indlandi síðustu daga.
Margir hafa mótmælt kynferðisbrotum á Indlandi síðustu daga. AFP

Faðir stúlk­unn­ar sem lést í kjöl­far hópnauðgun­ar í Nýju-Delí, höfuðborg Ind­lands, seg­ir að á meðan dótt­ir hans var á sjúkra­húsi og hafði enn meðvit­und hafi hún haldið í móður sína og hvíslað: Mamma, fyr­ir­gefðu. Mér þykir þetta leitt.“ Þetta kem­ur fram í viðtali við föður­inn á BBC.

Stúlk­an sem var 23 ára lést 29. des­em­ber á sjúkra­húsi í Singa­pore. Nafn henn­ar hef­ur enn ekki verið gefið upp en fjöl­miðlar hafa birt viðtöl við ætt­ingja henn­ar und­ir nafn­leynd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert