Sendiherra segir af sér eftir orgíu

AFP

Sendiherra Hondúras í Kólumbíu hefur verið gert að segja af sér eftir að lífvörður hans hélt jólagleðskap í sendiráðinu og bauð þangað vændiskonum.

Utanríkisráðherra Hondúras krafðist þess að sendiherrann léti þegar af embætti og rannsakar kólumbíska lögreglan nú málið.

Lífvörðurinn, sem einnig er náinn vinur sendiherrans, hugðist fagna jólunum með þessum hætti, bauð til sín nokkrum vændiskonum og upphófst mikið kynlífssvall.

Vændiskonurnar stálu síðan tölvubúnaði og farsímum úr sendiráðinu og er þeirra nú leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert