Eitrað fyrir lottóvinningshafa

Skafmiðar.
Skafmiðar. AFP

Lögreglurannsókn er hafin í bandarísku borginni Chicago á morðmáli sem virðist vera hægt að rekja til lottóvinnings. Urooj Khan vann eina milljón Bandaríkjadala í skafmiðalottó og fékk ávísun afhenda 26. júní síðastliðinn. Innan við mánuði síðar lést Khan og þótti fjölskyldunni dauðsfallið grunsamlegt.

Í fyrstu var úrskurðað að dauðsfallið hefði borið að með eðlilegum hætti, þ.e. að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Fjölskylda mannsins sætti sig ekki við þau málalok og krafðist krufningar. Nú hefur komið í ljós að maðurinn lést vegna eitrunar og virðist sem honum hafi verið byrlað blásýru.

En liggur ekki fyrir hvernig fyrir Khan var eitrað eða hvar var að verki. Fjölskylda hans telur þó að dauðsfallið megi rekja til lottóvinningsins og þeirrar athygli sem hann hlaut í kjölfar hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert