„Geta ekki valið það besta úr ESB“

Eamon Gilmore, utanríkisráðherra Írlands.
Eamon Gilmore, utanríkisráðherra Írlands.

Írsk stjórn­völd vona að Bret­land muni ekki láta af aðild sinni að Evr­ópu­sam­band­inu, en segja að Bret­ar verði að hlíta sömu skil­yrðum en önn­ur aðild­ar­ríki, sagði írski aðstoðarfor­sæt­is­ráðherr­ann Eamon Gilmore í dag.

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, mun síðar í þess­um mánuði halda ræðu þar sem hann mun ræða sam­skipti lands­ins við Evr­ópu­sam­bandið, en hann hef­ur áður sagt að hann vilji end­ur­skoða aðild­ina.

Vill að Bret­ar hafi fulla aðild

Gilmore, sem er einnig ut­an­rík­is­ráðherra Írlands, sagði: „Við telj­um ekki ein­ung­is mik­il­vægt að Bret­land haldi áfram aðild [að ESB], held­ur telj­um við að Bret­land eigi að vera lyk­il ríki í sam­band­inu með fullri aðild.“

Á blaðamanna­fundi með fjölda er­lendra blaðamanna, sem stadd­ir voru í Dublin í dag í til­efni af því að Írland er að hefja sitt sex mánaða tíma­bil í for­sæti Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði Gilmore: „Eins langt og það nær mun­um við beita áhrif­um okk­ar til að viðhalda aðild Bret­lands.“

Það sama verður yfir öll aðild­ar­ríki að ganga

For­seti Evr­ópu­sam­bands­ins, Herm­an Van Rompuy, sem mun heim­sækja Dublin á morg­un, hef­ur sagt Bret­um að þeir geti ekki bara valið það besta út úr sam­starf­inu inn­an ESB.

Gilmore ít­rekaði „að það sama yrði yfir öll aðild­ar­ríki að ganga.“

„Þetta mun ekki ganga upp ef við höf­um 26 til 27 mis­mun­andi út­gáf­ur af aðild,“ sagði hann.

Gilmore seg­ir Íra og Breta ný­lega hafa styrkt sam­skipti ríkj­anna sem oft hafa verið erfið en sagði „þau nú betri en nokkru sinni fyrr í sög­unni.“ Hann sagði Bret­land vera stærsta viðskipta­land Írlands.

Seg­ir efna­hags­lega hags­muni Breta spila stóra rullu um niður­stöðuna

Gilmore spáði því að efna­hags­legt mik­il­vægi Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir breskt hag­kerfi myndi spila stóra rullu í því hver framtíð Bret­lands verði inn­an sam­bands­ins.

„Umræðan mun nú aukast um málið. Efna­hags­legt mik­il­vægi ESB fyr­ir breskt hag­kerfi og sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir muni vega þungt í þeirri umræður,“ sagði Gilmore við blaðamenn í dag. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

David Camreron, forsætisráðherra Bretlands.
Dav­id Cam­reron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP
Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins.
Herm­an Van Rompuy, for­seti Evr­ópu­sam­bands­ins. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert