Fjögur börn urðu eldi að bráð

Eldsvoði í húsi.
Eldsvoði í húsi. AFP

Fjögur ung börn, frá 19 mánaða til fimm ára, brunnu inni þegar eldur kom upp í húsi í rúmenska þorpinu Magura. Börnin sem áttu að vera í umsjá föður þeirra voru ein í húsinu. Ekki hefur verið upp lýst um hvar faðirinn var þegar eldurinn kom upp en móðir þeirra var við vinnu.

Rúmenskir fjölmiðlar greina frá því að nágrannar hafi reynt að ná til barnanna áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang en eldurinn hafi þá þegar verið of mikill til að nokkur væri hægt að gera. 

Samkvæmt opinberum tölum hafa 152 börn látið lífið í eldsvoðum í Rúmeníu frá janúar 2010 fram til október 2012. Hefur þessi háa tala orðið til þess að átak var sett af stað þar sem foreldrar eru hvatt til að skilja aldrei við börn sín eftirlitslaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert